banner
   fim 25. júní 2020 22:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola óskar Liverpool til hamingju: Verðugir meistarar
Guardiola segir sitt lið þurfa að ná Liverpool eins og það náði City.
Guardiola segir sitt lið þurfa að ná Liverpool eins og það náði City.
Mynd: Getty Images
„Til hamingju stuðningsmenn Liverpool, stjórinn, leikmennirnir. Þið eruð verðugir og góðir meistarar," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-1 tap gegn Chelsea í kvöld. Tapið þýddi að Liverpool varð Englandsmeistari þar sem einungis 21 stig er í pottinum og 23 stig skilja að Liverpool í toppsætinu og Manchester City í öðru sætinu.

„Á þessari leiktíð töpuðum við stigum í upphafi leiktíðar, sumum ósanngjarnt og sumum vegna mistaka eins og í dag. Við verðum að vera stöðugri."

„Fyrir tveimur leiktíðum vorum við 25 stigum á undan Liverpool og tímabili seinna voru þeir búnir að ná okkur. Nú eftir þessa leiktíð verðum við að ná þeim."

„Við höfum unnið átta titla af síðustu tíu mögulegum. Það hefur aldrei verið gert í þessu landi. Það er ekki hægt að vinna alltaf. Liverpool, eftir að hafa unnið Meistaradeildina og eftir að hafa ekki unnið í 30 ár, hélt ótrúlegri einbeitingu."

„Við verðum að setja þetta í samhengi og tala sýna auðmýkt, við getum ekki unnið alltaf. Við verðum að læra til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,"
sagði Pep að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner