Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 25. júní 2020 18:08
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ gefur út tilkynningu um næstu umferðir eins fljótt og mögulegt er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti rétt í þessu að sambandið sé að skoða næstu skref í kjölfar þess að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks greindist með Covid-19 í dag. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom hingað til lands 17. júní frá Bandaríkjunum og greindist þá ekki með smit. Í dag greindist hún hinsvegar með smit en hún hafði spilað tvo leiki gegn Selfossi og KR.

Búast má við frestunum leikja vegna þessa en næsta umferð átti að fara fram á þriðjudag og miðvikudag.

„Breiðablik og KR mættust í Pepsi Max deild kvenna 23. júní síðastliðinn. Leikmaðurinn sem um ræðir í fréttatilkynningu Almannavarna tók þátt í þeim leik," segir í tilkynningu KSÍ.

„Mögulegt er að þetta muni hafa áhrif á næstu umferðir í deildinni. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er."


banner
banner
banner