Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. júní 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikarinn: Víkingur R. áfram eftir bráðabana
Helgi Guðjónsson tryggði Reykvíkingum framlengingu og skoraði svo af vítapunktinum í vítaspyrnukeppninni.
Helgi Guðjónsson tryggði Reykvíkingum framlengingu og skoraði svo af vítapunktinum í vítaspyrnukeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('43 )
1-1 Helgi Guðjónsson ('92 )
Vítaspyrnukeppnin: 4 - 5
Rautt spjald: James Dale, Víkingur Ó. ('102)
Lestu um leikinn.

Víkingur Reykjavík er síðasta liðið til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin í Mjólkurbikar karla. Reykjavíkur Víkingar heimsóttu í kvöld Ólafsvíkinga og þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til að kljá út um hvort liðið færi áfram.

Gonzalo Zamorano kom heimamönnum á markamínútunni en Helgi Guðjónsson jafnaði metin undir lok leiksins og náði að knýja fram framlengingu.

James Dale fékk að líta rauða spjaldið hjá heimamönnum í framlengingunni og léku þeir því manni færri það sem eftir lifði. Úrvalsdeildarfélagið Víkingur R. náði ekki að nýta sér liðsmuninn og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr sínum fyrstu tveimur spyrnum en Harley Willard brenndi af þriðju spyrnu heimamanna. Brynjar Atli svaraði fyrir heimamenn með því að verja þriðju spyrnu gestanna. Allt jafnt ennþá.

Fjórðu spyrnur liðanna fóru báðar í netið og bæði Michael Newberry og Kári Árnason skoruðu úr fimmtu spyrnu síns liðs, ljóst að á bráðabana þyrfti að halda.

Daníel Snorri Guðaugsson brenndi af sjöttu spyrnu Ólsara. Viktor Örlygur Andrason tók sjöttu spyrnu Víkinga og hann skoraði úr henni. Víkingur R. því komið í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner