Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 25. júní 2020 13:22
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Ansu Fati: Man Utd sögurnar eru bull
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Þær slúðursögur að Ansu Fati gæti farið til Manchester United eru byggðar á sandi, þetta segir faðir leikmannsins.

Einhver ensk slúðurblöð héldu því fram að Manchester United væri að búa sig undir risatilboð í þennan sautján ára leikmann Barcelona.

En faðir leikmannsins, Bori Fati, segir að strákurinn sé ánægður hjá Börsungum og ekki á förum.

„Við erum að njóta lífsins í Barcelona. En sonur minn verður að vera þolinmóður, hann er að spila með besta fótboltamanni sögunnar í Lionel Messi," segir Bori Fati.

„United sögurnar eru ekki sannar. Ansu er ánægður hér og er að upplifa drauminn. Hann þarf ekki að byrja alla leiki. Hann er með Griezmann og Suarez á undan sér. Hann hefur nægan tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner