Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 25. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Ramos svarar gagnrýni - Fólk á að hætta að ímynda sér hluti
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur blásið á þær raddir að ákvarðanir dómara séu að hjálpa liðinu í titilbaráttunni á Spáni.

Real Madrid og Barcelona eru bæði með 68 stig en Real er á toppnum með betri árangur í innbyrðis viðureignum.

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, gaf í skyn í síðustu viku að Real Madrid hafi hafnast á umdeildum ákvörðunum dómara í sigri á Real Sociedad á dögunum.

„Allt þetta tal kemur því við erum á toppnum núna. Þegar við vorum ekki á toppnum þá talaði fólk ekki svona mikið," sagði Ramos.

„Dómarar og VAR eru hér til að hjálpa. Ég held að það séu engar ákvarðanir teknar fyrirfram. Þessar raddir þurfa að hætta. Það er eins og við ættum að þakka dómurum fyrir að vera á toppnum. Fólk ætti að hætta að ímynda sér hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner