Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Eibar setti stein í götu Valencia - Espanyol í basli
Leikmenn Eibar fagna.
Leikmenn Eibar fagna.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í spænsku La Liga í kvöld. Betis tók á móti botnliði Espanyol og Eibar fékk Valencia í heimsókn í leik þar sem Valencia gat komið sér upp í Evrópusæti.

Í Sevilla, á heimavelli Betis, voru það heimamenn sem skoruðu eina mark leiksins. Marc Bartra skoraði það með skalla eftir hornspyrnu Sergio Canales í upphafi seinni hálfleiks. Sigurinn lyftir Betis upp um eitt sæti en Espanyol er átta stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.

Í Eibar náðu heimamenn forystunni á 16. mínútu þegar Geoffrey Kondogbia varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Kondogbia var að reyna hreinsa frá marki en tilraun hans mislukkaðist.

Mörkin urðu ekki fleiri en undir lok leiksins fékk Eliaquim Mangala að líta sitt annað gula spjald hjá gestunum og þar með rautt. Eibar fjarlægist fallsætin en liðið er nú sex stigum fyrir ofan 18. sætið.

Betis 1 - 0 Espanyol
1-0 Marc Bartra ('48 )

Eibar 1 - 0 Valencia
1-0 Geoffrey Kondogbia ('16 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Eliaquim Mangala, Valencia ('89)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner