Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Afobe gengur ekki í raðir Club Brugge
Benik Afobe fer ekki til Club Brugge
Benik Afobe fer ekki til Club Brugge
Mynd: Getty Images
Benik Afobe, framherji Stoke City á Englandi, mun ekki ganga í raðir belgíska félagsins Club Brugge.

Club Brugge var í viðræðum um að fá Afobe og Andy Carroll til félagsins en félagið hafnaði því að semja við Carroll sem þótti ekki í nægilega góðu formi eftir brúðkaupsferð kappans.

Félagið náði samkomulagi við Afobe og var búinn að samþykkja tveggja ára samning. Leikmaðurinn stóðst læknisskoðun og var allt klappað og klárt en nú greinir Athetic frá því að ekkert verður af félagaskiptunum.

Ekki kemur fram af hverju félagaskiptin gengu ekki upp en Afobe er nú aftur á leið til Bretlandseyja.

Afobe, sem er 29 ára gamall, var á láni hjá Millwall á síðustu leiktíð en samningur hans við Stoke rennur út um mánaðamótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner