Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Atlético í baráttuna um Bellerín
Hector Bellerin vill vera áfram á Spáni
Hector Bellerin vill vera áfram á Spáni
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atlético Madríd hefur áhuga á því að fá Hector Bellerín frá Arsenal í sumar en þetta herma heimildir Goal.com.

Bellerín, sem er 27 ára gamall, var á láni hjá Real Betis á síðasta tímabili og vann spænska konungsbikarinn með liðinu en hann ætlar ekki að vera áfram hjá Arsenal.

Betis hefur mikinn áhuga á að fá Bellerin aftur til félagsins en fjárhagsörðuleikar gætu komið í veg fyrir félagaskiptin.

Goal greinir nú frá því að Betis sé ekki eina liðið á Spáni sem hafi áhuga á Bellerín en Atlético Madríd ætlar að blanda sér í baráttuna um hann.

Diego Simeone, þjálfari Atlético, ætlar að fá inn hægri bakvörð í sumar en Bellerin er á óskalistanum ásamt Nordi Mukiele, Pablo Maffeo, Emerson Royal, Nahuel Molina og Jonathan Clauss.

Bellerín á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann hefur spilað 238 leiki fyrir félagið frá því hann kom frá Barcelona fyrir ellefu árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner