Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern vill ekki fá Ronaldo - „Þetta er rangt"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München hafnaði tækifærinu á að fá Cristiano Ronaldo frá Manchester United. Þetta kemur fram í þýska miðlinum Sport1

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, er farinn að hugsa sér til hreyfings, en hann hefur verulegar áhyggjur af döprum glugga United og telur að félagið ætli sér ekki að berjast um titla.

Spænski miðillinn AS sagði að Bayern München væri að íhuga það að fá Ronaldo til félagsins í stað Robert Lewandowski sem hefur sett hug sinn á Barcelona.

Samkvæmt grein Sport1 bauðst Bayern að fá Ronaldo en eftir langan fund stjórnarinnar var ákveðið að vaða ekki á það tækifæri þar sem launakröfur leikmannsins væru hreinlega of háar og að félagið væri vel sett með Sadio Mané sem fremsta mann.

Hasan Salihamidzic, framkvæmdastjóri Bayern, segir þessar sögusagnir um að hann sé á leið til félagsins rangar.

„Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður með magnaðan feril en þessar sögur um að hann gæti verið á leið til Bayern eru ekki sannar," sagði Salihamidzic við Sky í Þýskalandi.

Ronaldo hefur einnig verið orðaður við Roma á Ítalíu en eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að hann verði áfram á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner