Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2022 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eftir svona leiki þá vill maður fá að spila þá strax aftur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram og KA mættust í Bestu deildinni um síðustu helgi á Akureyri þar sem liðin skildu jöfn 2-2.


Fram var 2-0 yfir í hálfleik en mörk frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og Daníel Hafsteinssyni undir lok leiksins bjargaði stigi fyrir KA.

Fram hafði tapað gegn Blikum stuttu áður 4-3 þar sem Omar Sowe skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka. KA og Fram mætast aftur á morgun á Akureyri en þá í Mjólkurbikarnum.

Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn um síðustu helgi þar sem hann ræddi um bikarleikinn.

„Það er fínt að fá að mæta þeim aftur, þetta var hörku leikur, ég held að þeir muni segja það sama. Rétt eins og á móti Breiðablik þá er súrt að tapa því á lokamínútunum, eftir svona leiki þá vill maður helst fá að spila þá strax aftur," sagði Hlynur Atli.


Hlynur Atli: Megum vera heppnir en samt ekki með jafntefli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner