Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
England valtaði yfir Holland í síðari hálfleik
Beth Mead fagnar einu af mörkum sínum
Beth Mead fagnar einu af mörkum sínum
Mynd: Getty Images
Kvennalandsliðin undirbúa sig nú af krafti fyrir Evrópumótið sem fer fram á Englandi í næsta mánuði en gestgjafarnir unnu góðan 5-1 sigur á Hollandi í æfingaleik í gær.

Lieke Martens kom Hollandi á bragðið á 22. mínútu áður en Lucy Bronze jafnaði fyrir Englendinga tíu mínútum síðar.

Holland gat komist yfir í byrjun síðari hálfleiks en Sherida Spitse klúðraði af vítapunktinum.

Mínútu síðar kom Beth Mead Englendingum yfir og þá skoruðu þær Ella Toone og Lauren Hemp tvö mörk áður en Mead gerði fimmta og síðasta mark leiksins.

England er í riðli með Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi en fyrsti leikurinn er spilaður þann 6. júlí.

Þýskaland keyrði þá yfir Sviss, 7-0, en bæði liðin spila á Evrópumótinu. Klara Bühl gerði þrennu fyrir þýska liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner