Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. júní 2022 11:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lima endaði á sjúkrahúsi í Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur mætir Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir sigur á Inter Escaldes í gær, Kristall Máni Ingason með eina mark leiksins.


Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

Inter kemur frá Andorra en innan þeirra raða er gamla kempan Ildefons Lima. Lima er 42 ára gamall en hann byrjaði á bekknum í gær.

Hann kom inná sem varamaður þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma lenti hann í samstuði og þurfti á aðhlynningu að halda. Hann hélt leik áfram en það kemur fram á Twitter síðu félagsins að hann hafi þurft að gangast undir læknisskoðun á sjúkrahúsi eftir leikinn.

Lima fékk að fara af sjúkrahúsinu eftir nokkra klukkutíma og er við hesta heilsu í dag.


Athugasemdir
banner
banner