Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2022 13:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sky: Man City hefur samþykkt tilboð Arsenal í Jesus
Mynd: Getty Images

Arsenal er að ganga frá kaupum á Gabriel Jesus frá Manchester City. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur City samþykkt tilboð Arsenal sem hljóðar upp á 45 milljónir punda.


Þessi 25 ára gamli framherji var ekki í lykilhlutverki hjá City á síðustu leiktíð en hann var í byrjunarliðinu í 21 leik í deildinni og skoraði 8 mörk.

Með komu Erling Haaland til City má búast við því að tækifærunum fækki enn frekar fyrir Jesus.

Arsenal virðist þá vera búið að finna framherja en Pierre-Emerick Aubameyang yfirgaf félagið fyrir Barcelona í vetur og Alexandre Lacazette yfirgaf félagið í sumar.


Athugasemdir
banner
banner