Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. júlí 2018 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið sem var valið besta mark HM
Benjamin Pavard fagnar marki sínu með Paul Pogba
Benjamin Pavard fagnar marki sínu með Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Franska landsliðið vann eftirminnilega HM sem fór fram í Rússlandi í sumar en liðið vann Króatíu 4-2 í úrslitaleiknum. Það var einmitt Frakki sem átti flottasta mark mótsins.

Benjamin Pavard, hægri bakvörður Frakklands, sem er á mála hjá Stuttgart í Þýskalandi, átti flottasta mark mótsins.

Hann skoraði þá með ótrúlegri tækni gegn Argentínu í 16-liða úrslitum mótsins og í fjærhornið.

FIFA hélt kosningu á heimasíðu sinni og vann Pavard nokkuð örugglega.

„Ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Ég reyndi bara að komast yfir boltann og halda honum niðri. Boltinn skoppaði á leið sinni til mín og ég reyndi bara að skjóta boltann í þá átt sem hann kom til mín en framherjarnir segja mér stöðugt að notast við þá tækni," sagði Pavard.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner