Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júlí 2020 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Hamar og Kormákur/Hvöt á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið hér á landi. Þar unnu Kormákur/Hvöt og Hamar nauma sigra í 4. deildinni.

Kormákur/Hvöt tók á móti KFR í B-riðli og komust Rangæingar yfir snemma leiks þegar Kacper Bielawski kom knettinum í netið.

Staðan var jöfn þar til á 71. mínútu þegar Oliver James Kelaart Torres tók til sinna ráða. Hann jafnaði og gerði sigurmark heimamanna skömmu síðar.

Kormákur/Hvöt tók yfir toppsætið með sigrinum og er með 13 stig eftir sex umferðir. KFR er með 11 stig.

B-riðill:
Kormákur/Hvöt 2 - 1 KFR
0-1 Kacper Bielawski ('6)
1-1 Oliver James Kelaart Torres ('71)
2-1 Oliver James Kelaart Torres ('75)

Í C-riðli voru það Samherjar sem töpuðu fyrir Hamri eftir að hafa tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Hreggviður Heiðberg Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og jöfnuðu Hvergerðingar ekki fyrr en í síðari hálfleik.

Magnús Ingi Einarsson jafnaði úr skyndisókn og gerði Matthías Rocha sigurmarkið skömmu síðar eftir hornspyrnu.

Hamar er á toppi riðilsins með 18 stig eftir sjö umferðir. Samherjar eru um miðja deild með 10 stig.

C-riðill:
Samherjar 1 - 2 Hamar
1-0 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson ('26, víti)
1-1 Magnús Ingi Einarsson ('67)
1-2 Matthías Ásgeir Ramos Rocha ('68)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner