Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júlí 2020 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fjögur mörk ógild í sigri Napoli
Mynd: Getty Images
Napoli 2 - 0 Sassuolo
1-0 Elseid Hysaj ('8)
2-0 Allan ('93)

Napoli og Sassuolo áttust við í Serie A deildinni í dag og komust heimamenn yfir eftir átta mínútna leik. Bakvörðurinn Elseid Hysaj skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Napoli eftir rétt tæpa 200 leiki fyrir félagið.

Hysaj skoraði með föstu skoti sem Andrea Consigli náði ekki að bægja frá.

Leikmenn Sassuolo komu knettinum fjórum sinnum í netið þrátt fyrir yfirburði Napoli stærstan hluta leiksins. Ekkert skiptanna taldi þó sem gilt mark og þurfti VAR herbergið að skera sig í leikinn vegna gífurlega tæpra rangstæðna.

Brasilíski miðjumaðurinn Allan, sem hefur verið orðaður við Everton að undanförnu, innsiglaði sigur Napoli í uppbótartíma.

Napoli er aðeins einu stigi frá Evrópusæti eftir sigurinn. Það eru tvær umferðir eftir af tímabilinu og siglir Sassuolo lygnan sjó í næsta sæti fyrir neðan.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner