Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2022 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agla María að snúa aftur í Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er á leið í Breiðablik frá sænska félaginu Häcken samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Agla María var seld til Häcken í vetur en hefur ekki náð að stimpla sig inn í liðið í Svíþjóð.

„Ég veit ekki alveg hvað ég á segja, auðvitað eru það vonbrigði hvað ég er búin að spila lítið. Það er engin spurning. Ég er búin að læra helling, en þetta hafa verið vonbrigði hvað spilatíma varðar," sagði Agla María við Fótbolta.net fyrir um mánuði síðan. Hún sagði þá að það væri óljóst hvað tæki við eftir EM.

Agla María er 22 ára gömul og spilar oftast á kantinum. Hún kom við sögu í öllum leikjum með íslenska landsliðinu á EM og var í byrjunarliðinu í lokaleiknum gegn Frakklandi.

Á síðasta tímabili skoraði hún tólf mörk í átján deilarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner