mán 25. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth vill fá varnarmann Liverpool á láni
Sepp van den Berg
Sepp van den Berg
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Sepp van den Berg gæti verið á leið til nýliða Bournemouth á láni frá Liverpool. Daily Mail greinir frá þessum tíðindum.

Van den Berg, sem er 19 ára gamall, var á láni hjá Preston North End síðustu tvö tímabil en það er ljóst að hann fer ekki aftur þangað í sumar.

Hann spilaði 66 leiki og skoraði 2 mörk á tíma sínum þar og hefur sótt sér mikla og mikilvæga reynslu í enska boltanum.

Nú gæti hann tekið stökkið og spilað í úrvalsdeildinni en Bournemouth hefur áhuga á að fá hann á láni út tímabilið.

Hollendingurinn er ekki í plönum Jürgen Klopp hjá Liverpool og er liðið vel mannað í miðri vörn með þá Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté, Joel Matip og Joe Gomez.

Liverpool og Bournemouth eiga í góðu sambandi og hefur Liverpool reglulega sent leikmenn þangað síðustu ár, en þar má nefna Nat Phillips, Harry Wilson og Jordan Ibe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner