Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 25. ágúst 2015 20:04
Alexander Freyr Tamimi
3. deild: Völsungur fyrsta liðið til að vinna Magna
Arnþór Hermannsson tryggði Völsungi sigur.
Arnþór Hermannsson tryggði Völsungi sigur.
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Magni 0 - 1 Völsungur
0-1 Arnþór Hermannsson ('62)

Völsungur hafði betur gegn Magna í nágrannaslag í 3. deildinni á Grenivíkurvelli í kvöld. Staðan var 1-0 fyrir Húsvíkingum og var þetta jafnframt fyrsti tapleikur toppliðs Magna á tímabilinu.

Það var Arnþór Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkustundar leik. Fimm mínútum eftir markið misstu heimamenn Kristján Sigurólason af velli með rautt spjald.

Sigur Völsungs styrkir stöðu liðsins í baráttunni um 2. sætið, en Magni hefur tryggt sér sigur í deildinni. Völsungur er nú einungis stigi frá Reyni Sandgerði sem vermir 2. sætið, en bæði lið hafa spilað 15 leiki og eiga þrjá eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner