Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 25. ágúst 2019 19:11
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Vorum feimnir fyrst en unnum okkur inn í leikinn
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég get alveg tekið þetta stig. Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Það var mikið og gott jafnvægi í okkar leik. Við vorum þéttir varnarlega og góðar rispur sóknarlega," sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 0-0 jafntefli við KR á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA náði ekki skoti á mark KR og sömuleiðis náði KR aðeins einu skoti á mark KA í leiknum.

„Þetta var mjög lokaður leikur. Við erum að vinna okkur neðan frá í tölflunni og þess vegna þarf grunnurinn að vera öflugur varnarleikur. Mér fannst við spila mjög vel og hugsanlega hefðum við geta gert betur úr ákveðnum stöðum sem við fengum. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða."

KR voru mikið sterkari til að byrja með en KA vann sig inn í leikinn.

„Þegar við erum að byrja fyrstu 10-15 mínúturnar þá fannst mér við aðeins feimnir við þá en svo unnum við okkur vel inn í þetta. Held við höfum sýnt það í dag hversu öflugir við getum verið og að við séum á réttri leið. Við erum búnir að tapa einum leik í síðustu sex leikjum."

Óli Stefán talaði sömuleiðis um breiddina í liðinu þegar hann var spurður út í leikformið á David Cuerva, spjánverjanum sem kom í glugganum.

„Þeir koma ekki í toppleikformi en hann kemur með ákveðið inn í okkar leik en við erum líka með breidd og við erum að nota þá breidd. Það sem við erum að gera mjög vel er að nota mikið af ungum strákum úr starfinu sem eru að standa sig vel. Þessir spánverjar og allir hinir eru tilbúnir að leggja allt sitt á vogaskálarnar til að liðið spili sem best."

KA hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli eftir taphrinu fyrr í sumar.

„Þessi spilamennska gefur góð fyrirheit á það að við séum klárir í lokasprettinn."

KA mætir Grindavík í sannkölluðum fallslag í næstu umferð. Óli fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Við lokum þessum leik á morgun og svo förum við að undirbúa hörkuleik gegn Grindarvík. Það verður erfiður leikur og við þurfum að eiga jafn góða eða jafnvel betri frammistöðu til að fá eitthvað út úr því verkefni."

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner