
Aron Þórður í leik með Þrótti í sumar. Hann gekk í raðir Fram í gær og spilaði sinn fyrsta leik í dag.
„Mér fannst við vera betri í dag en einhvern veginn datt þetta ekki fyrir okkur. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit en svona er þetta bara, þetta er fótbolti," sagði Aron Þórður Albertsson leikmaður Fram eftir að liðið féll út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 2 - 1 tap gegn ÍBV.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Fram
Fram var lengi vel yfir í leiknum en ÍBV jafnaði eftir klukkutíma leik.
„Við hefðum átt að klára þetta en svo skora þeir þessi tvö mörk, ég veit ekki alveg hvað gerðist en svona er þetta bara, þetta er ekki alltaf sanngjarnt."
Aron Þórður gekk í raðir Fram frá Þrótti í gærkvöldi. En náði hann að æfa með liðinu?
„Já, ég er búinn að æfa með þeim í tvo daga en við tilkynntum þetta í gær. Það eru bara spennandi tímar framundan, við ætlum okkur upp og það verður fjör í Safamýrinni," sagði hann.+
„Eftir að hafa spjallað við Nonna (Jón Sveinsson þjálfara) og stjórnina var ég spenntur fyrir þessu verkefni og ætla að hjálpa liðinu að komast í Pepsi Max-deildina."
Athugasemdir