Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. ágúst 2021 14:11
Elvar Geir Magnússon
Ævareiður yfir tilboði Real Madrid í Mbappe
PSG hafnaði tilboði Real Madrid í Mbappe.
PSG hafnaði tilboði Real Madrid í Mbappe.
Mynd: Getty Images
Það kom forráðamönnum Paris Saint-Germain á óvart þegar Real Madrid gerði skyndilega 160 milljóna punda tilboð í Kylian Mbappe.

Leonardo, íþróttastjóri PSG, er ævareiður yfir tilboði spænska stórliðsins og segir það vera mikla óvirðingu og að auki ólöglegt.

„Ef Mbappe vill fara þá munum við ekki standa í vegi fyrir honum en þetta verður gert eftir okkar skilmálum," segir Leonardo.

„Ef leikmaður vill fara, þá fer hann. Félagið og okkar verkefni er stærra en einstaklingur. En við höfum gert allt til að sannfæra hann um að vera áfram."

Leonardo segir að PSG hafi hafnað tilboði Real Madrid sem hljóðaði upp á 160 milljónir evra, 137 milljónir punda.

„Við höfum alltaf vilja halda Kylian og endurnýja samninginn við hann," segir Leonardo.

Mbappe er 22 ára en hann gekk í raðir PSG 2017. Samningur hans rennur út í júní 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner