Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. ágúst 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt utanaðkomandi ætlum við ekki að tjá okkur um"
Icelandair
Landsliðsþjálfararnir á blaðamannafundinum.
Landsliðsþjálfararnir á blaðamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson þurfti að svara spurningum sem tengjast ekki fótbolta mikið á blaðamannafundi í dag.

Hópurinn fyrir þrjá leiki í undankeppni HM í september var tilkynntur. Ísland mætir Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem mál hans er til rannsóknar eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Sjá einnig:
Hefur ekki haft samband við Gylfa

Þá hefur verið ákveðið ský yfir landsliðinu í umræðunni að undanförnu. KSÍ hefur verið sakað um að hylma yfir með ofbeldi. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, segir að KSÍ þurfi að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu.

„Þjálfarar vilja alltaf velja sitt besta lið. Það er alveg ljóst. Alltaf. En við stjórnum ekki alltaf því hverja við getum valið," sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í dag.

Það hafa verið hörð orð látin falla um forystu sambandsins, að sambandið hafi verið hylma yfir með ofbeldi. Landsliðsþjálfararnir voru spurðir út í þeirra álit.

„Aftur, við veljum þá leikmenn sem okkur standa til boða. Ef það kæmi þannig inn á borð hjá okkur að okkur væri bannað að velja ákveðna leikmenn, þá þyrftum við að fylgja þeim fyrirmælum okkar yfirmann."

„Við erum bara þjálfarar, ekki gleyma því. Við erum bara hér til að velja landsliðshóp og setja alla okkar orku í það. Allt utanaðkomandi ætlum við ekki að tjá okkur um," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

„Þessar spurningar eiga fullan rétt á sér, en það er rétt það sem þeir segja. Þessar spurningar eiga kannski frekar heima hjá forystu sambandsins," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, á fundinum.

Mikilvægt að búa til góðan liðsanda
Þjálfararnir voru þá spurðir hvort þessi mál kæmu til með að hafa áhrif á liðsandann. „Það er mikilvægt fyrir okkur að öllu leyti að búa til góðan liðsanda," sagði Arnar.

„Við erum ábyrgir fyrir hópnum sem kemur saman. Við getum gefið af okkur eins mikið og við getum, alveg sama hvað það er. Á endanum er það klefinn og hópurinn sem mynda þá stemningu sem er tekin með út á völl," sagði Eiður Smári.

Sjá einnig:
KSÍ reynir ekki að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum
Athugasemdir
banner