Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mið 25. ágúst 2021 21:32
Daníel Smári Magnússon
Arnar Grétarsson: Getum gleymt titlinum
Daníel og Haukur Heiðar meiddir
Arnar segir KA úr leik í baráttunni um titilinn.
Arnar segir KA úr leik í baráttunni um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er aldrei góð þegar maður tapar. Svo er þetta náttúrulega svekkjandi að því leytinu til að við erum búnir í þessari svokölluðu toppbaráttu, við getum gleymt titlinum og 2. sætinu, það er í raun og veru bara búið. Eina sem við þurfum að fókusa á núna er bara að taka maximum stigafjölda úr þessum fjórum leikjum,'' sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA eftir 0-2 gegn Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

Eftir kröftuga byrjun KA og ágætis fyrri hálfleik sem að var í góðu jafnvægi að þá gerðu heimamenn sig seka um afleita byrjun á þeim síðari og Breiðablik gekk frá leiknum á fyrstu 10 mínútum hans.

„Varðandi leikinn, þá er ég mjög sáttur við fyrri hálfleikinn. Mér fannst við spila mjög vel fyrstu 20 mínúturnar, bara eitt lið á vellinum. Eina sem vantaði kannski við vítateig Blika var síðasta sending og að klára. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik, svo kemurðu út og við gerum mistök þegar hálfleikurinn er varla byrjaður. Það er dýrt á móti Breiðabliki sem að eru besta liðið í dag á Íslandi, það er bara þannig,'' segir Arnar.

Daníel Hafsteinsson hefur ekki spilað fyrir KA síðan 25. júlí og Arnar segir að hann eigi við meiðsli að stríða og staðan á honum er óviss. Haukur Heiðar Hauksson er einnig meiddur.

„Hann var í myndatöku og það gæti alveg verið eitthvað í hann. Við erum ekki að taka neina sénsa með hann. Hann hefur verið í burtu í 4 vikur, síðan við spiluðum við Leikni í Breiðholtinu. Síðan þá hefur hann ekkert hlaupið, hann er búinn að vera að gera aðra hluti. Vonandi kemur hann 100% til baka, það verður bara að koma í ljós.''

Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, veifaði gulu spjaldi á bekkinn. Arnar fannst dómarinn mega gera sér betur grein fyrir mikilvægi leiksins og því sem að var undir.

„Það sem að þeir þurfa líka að gera sér grein fyrir er að það er mikið undir. Hefðum við unnið hér í dag, þá hefðum við ennþá átt möguleika á titlinum og verið í Evrópukeppni, það er bara gríðarlega mikið undir - og þeir í þessum svarta búning þurfa bara að átta sig á því. Þegar að menn eru kannski ekki alveg með hlutina á hreinu þá er ósköp eðlilegt að menn láti í sér heyra. En nú er búið að flauta leikinn af og það hefur ekkert uppá sig að drulla yfir dómarann. Hann var í sjálfu sér ekki valdandi af því að við töpuðum leiknum, en ég hefði alveg viljað sjá hann betri.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner
banner