Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ástralía tekur við rúmlega 50 afgönskum knattspyrnukonum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Talíbanar hafa náð völdum á ný í Afganistan eftir tvo áratugi með Bandaríkjaher í landinu.

Talíbanar aðhyllast stranga íslamstrú þar sem stelpur eru látnar hætta í skóla tíu ára gamlar og mega ekki stunda íþróttir, þar á meðal fótbolta.

Margar afganskar konur hafa því flúið land og hefur Ástralía tekið við rúmlega 50 knattspyrnukonum frá Afganistan.

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA og leikmannasamtökin FIFPRO þakka Ástralíu fyrir og hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæminu.

„Við hvetjum aðrar þjóðir til að fara að fordæmi Ástrala og taka við íþróttakonum frá Afganistan á þessum erfiðu tímum," segir meðal annars í yfirlýsingu frá FIFPRO.

„Það er ótrúlega flókið að koma konunum úr landi. Hjörtu okkar fara til allra þeirra sem eru fastir innan landamæranna gegn eigin vilja."

Þetta er mikill skellur fyrir knattspyrnuhreyfinguna í Afganistan þar sem kvennaknattspyrnan fór sífellt stækkandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner