mið 25. ágúst 2021 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir í hóp þrátt fyrir litla leikæfingu - „Á nokkra plúsa inni"
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, kom inn á það á blaðamannafundi í Laugardalnum að ákveðnir leikmenn hefðu ekki verið valdir þar sem þeir væru ekki í 100 prósent leikformi.

Nefndi hann til dæmis Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson í því samhengi.

Samt sem áður er Birkir Bjarnason í hópnum. Birkir er ekki í mikilli leikæfingu þar sem hann er nýfarinn í annað félag. Hann samdi á dögunum við Adama Demirspor í Tyrklandi.

Arnar var spurður að því hvort einhvern undantekning hefði verið gerð með Birki.

„Það er aldrei neitt 100 prósent í fótbolta. Ef þú ætlar að setja einhverjar reglur, þá er það yfirleitt mjög erfitt. Birkir, Aron Einar og Kolli voru algjörlega frábærir fyrir ungu strákana í mars, og líka í maí og júní," sagði Arnar.

„Það er ekki einungis 100 prósent leikæfing eða hversu teknískur þú ert sem skiptir máli... ég er alveg hreinskilinn með það að Birkir á nokkra plúsa inni með íslenska landsliðinu."

Hægt er að skoða landsliðshópinn hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner