mið 25. ágúst 2021 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Di Marzio: Man City býður Ronaldo tveggja ára samning
Cristiano Ronaldo gæti verið á leið til Man City
Cristiano Ronaldo gæti verið á leið til Man City
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur boðið Cristiano Ronaldo tveggja ára samning en það er Gianluca Di Marzio sem greinir frá.

Man City var á eftir Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, í glugganum en framherjinn tilkynnti í dag að hann yrði áfram hjá félaginu.

City náði ekki samkomulagi við Tottenham um kaupverð en Daniel Levy, eigandi Lundúndarliðsins, vildi ekki samþykkja tilboð undir 150 milljónum punda.

Englandsmeistararnir hafa því ákveðið að snúa sér að Cristiano Ronaldo sem verður samningslaus næsta sumar. Samkvæmt Di Marzio þá hefur City boðið honum tveggja ára samning og mun hann þéna 14-15 milljónir evra í árslaun.

Juventus vill ekki fá greiðslu fyrir Ronaldo heldur Gabriel Jesus í skiptum. City mun þó ekki ganga að því og verða félögin að komast að annarri niðurstöðu.

Ronaldo var á bekknum í fyrsta leik tímabilsins hjá Juventus en hann vill ólmur komast frá félaginu og reyna fyrir sér í öðru landi í Evrópu. Paris Saint-Germain hefur einnig verið í umræðunni en það veltur á því hvort Kylian Mbappe verður seldur til Real Madrid eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner