banner
   mið 25. ágúst 2021 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í enska deildabikarnum - Moyes snýr aftur á Old Trafford
Man Utd mætir West Ham
Man Utd mætir West Ham
Mynd: EPA
Dregið var í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld en Manchester United mætir West Ham á Old Trafford. Liverpool heimsækir nýliða Norwich.

Það eru fjórir úrvalsdeildarslagir í þriðju umferðinni. David Moyes, stjóri West Ham, snýr aftur á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, þar sem liðið mætir Manchester United.

Chelsea spilar við Aston Villa á Stamford Bridge og Wolves mun þá eiga við Tottenham.

Norwich fær Liverpool í heimsókn. Liverpool vann síðast 3-0 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Drátturinn:
QPR - Everton
Preston - Cheltenham
Manchester United - West Ham
Fulham - Leeds
Brentford - Oldham
Watford - Stoke
Chelsea - Aston Villa
Wigan - Sunderland
Norwich - Liverpool
Burnley - Rochdale
Arsenal - AFC Wimbledon
Sheffield United - Southampton
Manchester City - Wycombe
Millwall - Leicester
Wolves - Tottenham
Brighton - Swansea
Athugasemdir
banner
banner
banner