Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ætlar að hætta með Man City eftir tvö ár
Mynd: EPA
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, ætlar að taka sér pásu frá þjálfun eftir tvö ár en hann greindi frá þessu á ráðstefnu brasilískra fjárfesta í dag.

Þjálfaraferill Guardiola hófst árið 2007 er hann tók við varaliði Barcelona.

Ári síðar tók hann við aðalliðinu og gerði það að sterkasta liði Evrópu, þau fjögur ár sem hann var við stjórnvölinn.

Hann tók við Bayern árið 2012 og síðan Manchester City fjórum árum síðar en hann mun að öllum líkindum hætta með Englandsmeistarana eftir tvö ár.

Guardiola unnið alla þá titla sem eru í boði með félagslið og er hugur hans farinn að leita í þjálfun landsliða.

„Eftir sjö ár með Manchester City mun ég líklega taka mér pásu frá þjálfun. Ég mun staldra aðeins við, horfa á aðra þjálfara og læra af þeim. Ég væri til í að þjálfa landslið og stýra liðum á EM, Copa America og HM," sagði Guardiola á ráðstefnunni.

Guardiola á tvö ár eftir af samningi sínum hjá City og því ekki útlit fyrir að hann framlengi þann samning miðað við ummælin sem hann lét falla í dag.
Athugasemdir
banner
banner