Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur ekki haft samband við Gylfa
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi í undankeppni HM.

Hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu Everton.

Fréttamaður Fótbolta.net spurði landsliðsþjálfarana út í Gylfa og hans mál á fréttamannafundi.

„Gylfi er ekki valinn og ég hef ekki haft samband við Gylfa," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.

„Meira get ég ekki sagt um það."

Arnar var spurður að því hvernig hefði verið að fá þessar fréttir um þetta mál. „Hér í dag erum við að tala um landsliðshóp fyrir næstu þrjá heimaleiki. Það er í raun það eina sem við viljum ræða, hversu spennandi verkefni þetta er."

Hægt er að skoða landsliðshópinn hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner