Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. ágúst 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter er að krækja í Correa frá Lazio - Kostar 30 milljónir
Correa skoraði 11 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
Correa skoraði 11 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Inter sé að ganga frá félagaskiptum argentínska framherjans Joaquin Correa frá Lazio.

Hinn 27 ára gamli Correa myndi koma á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika sem hljóðar uppá 30 milljónir evra.

Correa hefur skorað 30 mörk í 117 leikjum hjá Lazio og á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Simone Inzaghi, nýr þjálfari Inter, hefur miklar mætur á Correa eftir að hafa starfað með honum hjá Lazio undanfarin ár.

Correa myndi veita Alexis Sanchez og Edin Dzeko samkeppni um byrjunarliðssæti ásamt Lautaro Martinez í fremstu víglínu.

Correa og Lautaro eru samlandar. Correa á 8 leiki að baki fyrir argentínska landsliðið.
Athugasemdir
banner