Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur getur endurheimt Íslandsmeistaratitilinn
Blikar geta náð toppsætinu í karlaflokki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það eru þrír leikir á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í kvöld og einn í Pepsi Max-deild kvenna þar sem Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

Það eru þrjár umferðir eftir af tímabilinu en Valskonur eru með sjö stiga forystu á ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Sigur í kvöld nægir liðinu til að endurheimta titilinn en þessi tvö félög hafa skipst á að vinna Íslandsmótið undanfarin ár.

Í karlaflokki ríkir einnig mikil spenna þar sem Breiðablik getur náð toppsætinu sem Valur og Víkingur R. eru að deila þessa stundina.

Breiðablik á þó ansi erfiðan útileik gegn KA sem er í næsta sæti fyrir neðan og getur blandað sér í titilbaráttuna með sigri. Það er því mikið undir á Akureyri.

FH á svo leik við Keflavík sem getur svo gott sem bjargað sér frá falli með sigri á meðan botnlið ÍA þarf sigur gegn KR sem getur enn reynt að blanda sér í titilbaráttuna.

Að lokum er leikur í 3. deild þar sem Elliði heimsækir KFS og þarf sigur til að bæta stöðuna sína í afar spennandi toppbaráttu.

Pepsi Max-deild karla
18:00 KA-Breiðablik (Stöð 2 Sport - Greifavöllurinn)
18:00 FH-Keflavík (Stöð2.is - Kaplakrikavöllur)
18:00 ÍA-KR (Stöð2.is - Norðurálsvöllurinn)

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Valur-Tindastóll (Stöð 2 Sport 4 - Origo völlurinn)

3. deild karla
18:00 KFS-Elliði (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner