Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 25. ágúst 2021 20:52
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Getum bara náð í þrjú stig í einu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst við gera fullt af góðum hlutum á móti KR og þá sérstaklega í fyrri hálfleik á móti vindinum. Við vörðumst á köflum vel en það sem skilur á milli er að Kjartan Henry tekur sér góða stöðu og skorar mark á fjær sem að mér fannst samt sem áður vera brot þar sem hann ýtir Gumma Tyrfings í burtu áður en að boltinn kemur til hans. “
Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari ÍA Jóhannes Karl Guðjónsson eftir 0-2 tap hans manna gegn KR á Akranesi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KR

Staða Skagamanna í botnsæti deildarinnar verður að teljast þung þar sem liðið situr fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Jóhannes var spurður hvort ekki væri rétt ætlað að líklega þyrftu Skagamenn níu af tólf mögulegum stigum sem eftir eru í pottinum til þess að bjarga sér frá falli.

„Ég er hjartanlega sammála þér með það en við getum bara náð í þrjú stig í einu og það er úti á móti KA næsti leikur og verður virkilega erfitt að sækja þrjú stig þar en við höfum trú á því að við getum gert það. “

Jóhannes hefur verið gjarn á að skjóta á dómara leikja ÍA þetta sumarið og oft verið í umræðunni vegna þess. Um dómgæslu Einars Inga Jóhanssonar í dag og almennt um dómara landsins sagði hann.

„Mér fannst hann bara dæma leikinn vel. Fólk má alveg tala um það og fyrirsagnirnar eru þannig að ég sé að gagnrýna dómarana en mér finnst að ég hafi verið að gera það í einstaka tilfellum inn á vellinum. Mér finnst dómarar á Íslandi bara dæma leikinn fínt í heild sinni en það eru stundum þessi stóru móment sem hafa ekki fallið með okkur og það hefur kostað okkur mikið.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner