Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Sögulegur árangur Fógetans - Mónakó úr leik
FC Sheriff skráði sig í sögubækurnar í kvöld
FC Sheriff skráði sig í sögubækurnar í kvöld
Mynd: Getty Images
FC Sheriff er fyrsta liðið frá Moldóvu sem tryggir sig inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðinu tókst það eftir 3-0 samanlagðan sigur gegn Dinamo Zagreb í umspilinu í kvöld.

Sheriff eða Fógetinn eins og við myndum kalla það á tandurhreinni íslensku, var stofnað árið 1997.

Fjórum sinnum hefur félagið komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem liðið leikur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Liðið vann frækinn 3-0 sigur á Zagreb í fyrri leiknum og gerði þá markalaust jafntefli í kvöld og er því komið áfram.

Shakhtar Donetsk og Salzburg fylgja þeim í riðlakeppnina en Salzburg lagði Bröndby 2-1 í kvöld á meðan Shakhtar vann Mónakó eftir framlengingu.

Úrslit kvöldsins:

Bröndby 1 - 2 Salzburg (2-4, Salzburg áfram)

Dinamo Zagreb 0 - 0 Sheriff (0-3, Sheriff áfram)

Shakhtar D 2 - 2 Mónakó (4-3, Shakhtar áfram)
Athugasemdir
banner
banner