Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. ágúst 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
„PSG svaraði á dónalegan hátt"
Florentino Perez, forseti Real Madrid
Florentino Perez, forseti Real Madrid
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid á Spáni, staðfesti tilboð félagsins í franska sóknarmanninn Kylian Mbappe við spænska blaðamanninn Jose Manuel Moreno í kvöld en hann segir svör Paris Saint-Germain dónaleg.

Madrídingar lögðu fram 160 milljón evra tilboð í Mbappe en því var hafnað.

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, segir þetta taktík hjá Madrídingum til að sleppa við refsingu en hann segir félagið hafa rætt við Mbappe án leyfis og því var ákveðið að leggja fram tilboð.

Hann nánast útilokaði að frekari viðræður myndu eiga sér stað en það á eftir að koma betur í ljós. Florentino Perez ræddi tilboðið við Moreno.

„Já, við lögðum fram tilboð. PSG svaraði því og það á frekar dónalegan hátt," sagði Perez.

„Næstu dagar verða mjög erfiðir," sagði hann ennfremur er hann var spurður út í frekari viðræður við franska félagið.

PSG vill 200 milljónir evra fyrir Mbappe. Spænskir fjölmiðlar eru þó vissir um að félögin eigi eftir að komast að samkomulagi á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner