Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Raggi upp á sitt besta er einn af okkar bestu knattspyrnumönnum"
Icelandair
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki í landsliðshópnum að þessu sinni.
Ekki í landsliðshópnum að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.

Ísland er að fara að spila þrjá leiki í undankeppni HM, gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskalandi.

Ragnar er nýkominn heim til Fylkis í Pepsi Max-deildinni. Landsliðsþjálfararnir voru spurðir út í það af hverju Ragnar væri ekki í hóp að þessu sinni á blaðamannafundi í Laugardalnum.

„Við viljum hafa sem flesta leikmenn sem eru með fætur. Við fundum það í marsverkefninu að þetta tempó er rosalega erfitt. Leikmenn sem eru ekki í leikformi ráða ekki við tempóið. Þetta eru þrír erfiðir leikir," sagði Arnar Þór Viðarsson þegar hann var spurður út í Ragnar.

Ragnar sagði nýverið að það væru ekki nægilega margir góðir ungir leikmenn að koma upp hjá Íslandi. „Mér finnst við ekki eiga nægi­lega marga góða unga leik­menn eins og staðan er í dag. Það er til fullt af efni­leg­um strák­um en þetta er ekki ná­lægt því að vera eins og þegar Jói og Gylfi og fleiri komu inn í hóp­inn á einu bretti," sagði Ragnar við Morgunblaðið.

Hafa þessi ummæli einhver áhrif á það hvort Ragnar sé valinn aftur í landsliðið í framtíðinni?

„Það væri mjög dapurt ef menn mættu ekki hafa sínar skoðanir. Margir af okkar ungu leikmönnum eru á svipuðum stað eða betri en Aron Einar og Jói Berg á þessum aldri. Það eru mjög fáir leikmenn sem byrja í aðalliði Barcelona og eru þar allan sinn feril."

„Það er eitt af okkar grunngildum að við viljum fá þátttöku og hreinskilni, og við viljum fá það að okkar leikmenn segi sínar skoðanir. Raggi var með okkur í mars og ætlaði að vera með okkur í júní. Ef Raggi er upp á sitt besta, þá er hann einn af okkar bestu knattspyrnumönnum," sagði Arnar.

„Sama hvaða skoðanir hann hefur," bætti Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við.
Athugasemdir
banner
banner
banner