Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 25. ágúst 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sér alls ekki eftir því að hafa tekið við
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, sat fyrir svörum er landsliðshópur var tilkynntur.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, sat fyrir svörum er landsliðshópur var tilkynntur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá blaðamannafundinum sem var haldinn í Laugardalnum í dag.
Frá blaðamannafundinum sem var haldinn í Laugardalnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið mikil ólga í kringum íslenska landsliðið frá því Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu.

Það var haldinn blaðamannafundur í dag þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur. Landsliðsþjálfararnir vildu í raun bara ræða um hópinn og komandi leiki en fengu spurningar sem sneru að öðrum málum.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem mál hans er til rannsóknar eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fékk skriflega áminningu frá KSÍ í júní eftir að myndband af honum á næturlífi borgarinnar komst í dreifingu þar sem hann var ölvaður að kasta af sér vatni á Ingólfstorgi.

Þá hefur verið ákveðið ský yfir landsliðinu í umræðunni að undanförnu. KSÍ hefur verið sakað um að hylma yfir með ofbeldi. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, segir að KSÍ þurfi að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu.

Arnar tók við landsliðinu í desember í fyrra. Hann var spurður að því hvort hann væri með einhverja eftirsjá; að hafa tekið við starfinu.

„Ég sé alls ekki eftir því. Þrátt fyrir áskoranir og ýmsar uppákomur sem við lendum í, þá er þetta ótrúlega skemmtilegt. Þetta er mjög krefjandi; ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu krefjandi þetta er. Þetta er samt ótrúlega gaman. Við hlökkum rosalega mikið til að takast á fyrstu heimaleikina," sagði Arnar.

„Þetta er einn stór hringur. Lið er stanslaust í þróun. Það er ekkert leyndarmál að við veljum alltaf það sem við teljum besta liðið hverju sinni en við erum líka að þróa liðið og við erum að þróa liðið í þá átt sem við viljum fara með liðið, og þá hugmyndafræði sem við trúum á. Í rauninni getum við bara gert eitt til að fá fólkið í landinu til að styðja við bakið á liðinu. Það er að við sýnum og sönnum að þetta er okkar ástríða, og okkar lið. Það á það sama við um leikmenn; berjumst fyrir Ísland."

Sjá einnig:
Sér alls ekki eftir því að hafa tekið við
Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner