Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla er að kaupa Thomas Delaney frá Dortmund
Mynd: EPA
Spænska félagið Sevilla er að krækja í danska miðjumanninn Thomas Delaney frá Borussia Dortmund.

Hinn þrítugi Delaney hefur spilað 88 leiki á þremur árum hjá Dortmund auk þess að eiga 60 landsleiki að baki fyrir Dani.

Delaney á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Dortmund og vill reyna fyrir sér hjá öðru félagi. Sevilla greiðir sex milljónir evra fyrir hann.

Delaney er sjötti leikmaðurinn sem Monchi krækir í fyrir Sevilla í sumar eftir komu Marko Dmitrovic, Erik Lamela, Gonzalo Montiel, Ludwig Augustinsson og Rafa Mir.

Sevilla endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar í fyrra og er með sex stig eftir tvær umferðir á nýju tímabili.

Allar líkur eru á því að Sevilla þurfi að bæta minnst einum varnarmanni í viðbót við hópinn þar sem Jules Koundé virðist vera á leið til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner