Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 landsliðið byrjaði vel í báðum hálfleikjum gegn Finnlandi
Icelandair
William Cole Campbell.
William Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið spilaði í dag fyrri vináttulandsleik sinn við Finnland í dag.

Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Ísland því William Cole Campbell skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins. Finnland jafnaði fyrir leikhlé og var staðan 1-1 í hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn svipað og þann fyrri. Snemma í seinni hálfleik skoraði Ásgeir Galdur Guðmundsson annað mark Íslands.

Það reyndist sigurmarkið í leiknum, lokatölur 1-2. Liðin mætast aftur á föstudag.

Byrjunarlið Íslands:
Heiðar Máni Hermannsson (M)
Kristján Snær Frostason
Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Lúkas Magni Magnason
Daníel Freyr Kristjánsson
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Rúrik Gunnarsson (F)
Ásgeir Galdur Guðmundsson
William Cole Campbell
Ágúst Orri Þorsteinsson
Daníel Tristan Guðjohnsen
Athugasemdir
banner
banner
banner