Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. september 2017 11:10
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #1
Birkir Már er orðaður við Val.
Birkir Már er orðaður við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Kalli er orðaður við nokkur félög en hann er líklega á förum frá Stjörnunni.
Óli Kalli er orðaður við nokkur félög en hann er líklega á förum frá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn gæti gengið til liðs við gömlu félagana í KA.
Pálmi Rafn gæti gengið til liðs við gömlu félagana í KA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stefán Logi gæti farið í markið hjá Fylki.
Stefán Logi gæti farið í markið hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson gæti tekið við ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson gæti tekið við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður Jóhannesson og Garðar Gunnlaugsson koma báðir við sögu í slúðurpakkanum.
Sveinn Sigurður Jóhannesson og Garðar Gunnlaugsson koma báðir við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse gæti sótt um íslenskan ríkisborgararétt.
Cloe Lacasse gæti sótt um íslenskan ríkisborgararétt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í Pepsi-deildinni þá er nóg af kjaftasögum í gangi.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]


Valur: Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson gæti komið heim í Val en hann er á förum frá Hammarby eftir tímabilið í Svíþjóð. Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður Víkings R, er líka á óskalista Íslandsmeistaranna. Gary Martin, framherji Lokeren, hefur einnig verið orðaður við Val sem og Ólafur Karl Finsen hjá Stjörnunni, Ásgeir Sigurgeirsson hjá KA og Birnir Snær Ingason hjá Fjölni. Orri Sigurður Ómarsson gæti verið á leið út í atvinnumennsku en hann er orðaður við félög í Danmörku.

Stjarnan: Hólmbert Aron Friðjónsson og Hilmar Árni Halldórsson gæti báðir farið út í atvinnumennsku. Ólafur Karl Finsen er samningslaus og á förum og mögulega Ævar Ingi Jóhannesson einnig. Almarr Ormarsson, miðjumaður KA, er ofarlega á óskalista Stjörnunnar. Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson gæti komið aftur í Stjörnuna frá Selfossi.

FH: Fimleikafélagið ætlar að styrkja hópinn næsta sumar og talsverðar breytingar gætu orðið á hópnum í vetur. Líklegt er að Hjörtur Logi Valgarðsson komi heim í Hafnarfjörðinn frá Örebro. Geoffrey Castillion hjá Víkingi R, Andri Adolphsson hjá Val, Ólafur Karl Finsen, Birnir Snær Ingason og Ásgeir Sigurgeirsson hafa verið orðaðir við FH. Óvíst er með framtíð varnarmannsins Kassim Doumbia en hann er samningslaus eftir tímabilið. Atli Guðnason gæti farið annað eða hætt og sömu sögu er að segja af nafna hans Atla Viðari Björnssyni.

KR: Willum Þór Þórsson hættir að öllum líkindum með KR og fer aftur á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Rúnar Kristinsson hefur verið orðaður við endurkomu í Vesturbæinn en Arnar Grétarsson er einnig orðaður við þjálfarastarfið. KR vill halda Beiti Ólafssyni og því er líklegt að Stefán Logi Magnússon rói á önnur mið en hann er samningslaus. Nokkrir aðrir stórir póstar í liðinu eru samningslausir eftir tímabilið og gætu farið. Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er sagður á óskalistanum fyrir næsta tímabil.

KA: Miklar hrókeringar gætu orðið hjá KA. Félagið er að íhuga að fá inn aðstoðarþjálfara með Srdjan Tufegdzic en sá aðili yrði einnig yfirmaður knattspyrnumála. KA vonast til að geta krækt í Hallgrím Jónasson, varnarmann Lyngby. Pálmi Rafn Pálmason hjá KR og Andri Fannar Stefánsson hjá Val eru samningslausir og á óskalista KA. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn KA en Andri Fannar er uppalinn hjá félaginu. Almarr Ormarsson er að flytja á höfuðborgarsvæðið og er á förum. Steinþór Freyr Þorsteinsson gæti líka verið á förum. Erlendu leikmennirnir Emil Lyng og Callum Williams verða væntanlega ekki áfram hjá KA en hins vegar er líklegt að Aleksandar Trninic verði áfram. KA ætlar að fá nýjan markvörð fyrir hinn 41 árs gamla Srdjan Rajkovic. Árni Snær Ólafsson hjá ÍA og Cristian Martinez hjá Víkingi Ólafsvík hafa verið orðaðir þar.

Grindavík: Óskar Örn Hauksson er á óskalista Grindvíkinga en hann er að verða samningslaus. Óskar lék með Grindavík frá 2004 til 2006.

Breiðablik: Þjálfarinn Milos Milojevic er á förum. Rúnar Kristinsson og Ágúst Gylfason hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið sem og Stefán Gíslason. Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, er einnig orðaður við Blika.

Víkingur R.: Framherjinn öflugi Geoffrey Castillion er eftirsóttur. Víkingur vill halda Castillion en óvíst er hvort það takist. Víkingur vill einnig halda Veigari Páli Gunnarssyni sem kom frá FH í júlí. Skoski varnarmaðurinn Alan Löwing gæti verið á förum. Víkingur vill fá framherjann Viktor Jónsson aftur frá Þrótti.

Fjölnir: Ekki er ljóst hvort Ágúst Gylfason haldi áfram með Fjölni eða ekki. Gunnar Már Guðmundsson gæti lagt skóna á hilluna en það er nóg að gera hjá honum þar sem hann er einnig að þjálfa kvennalið félagsins sem fór upp í 1. deildina í sumar.

ÍBV: Shahab Zahedi Tabar verður væntanlega áfram hjá ÍBV eftir góða frammistöðu að undanförnu. Hafsteinn Briem, Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon gætu verið á förum. Þá er ekki víst hvort Kristján Guðmundsson haldi áfram sem þjálfari bikarmeistaranna.

Víkingur Ó.: Ejub Purisevic hættir líklega sem þjálfari Víkings, sama hvort liðið heldur sér uppi eða ekki.

ÍA: Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, og Jón Þór Hauksson, núverandi þjálfari ÍA, eru mest orðaðir við þjálfarstöðuna á Skaganum fyrir næsta tímabil. Ekki er ljóst hvað Garðar Bergmann Gunnlaugsson gerir en hann gæti lagt skóna á hilluna eða farið annað. Rashid Yussuf er á förum.

Fylkir: Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, er orðaður við Fylkismenn. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason gæti komið til Fylkis eftir tímabilið í Tyrklandi næsta vor. Í Árbænum er einnig verið að skoða nýjan miðvörð en í því samhengi hafa Grétar Sigfinnur Sigurðarson hjá Þrótti og Óttar Bjarni Guðmundson hjá Stjörnunni verið nefndir.

Keflavík: Erlendu leikmennirnir verða áfram hjá Keflavík. Ólafur Karl Finsen og Óskar Örn Hauksson eru báðir á óskalista félagsins.

Inkasso-deildin

Þróttur R.: Óvíst er hvort Gregg Ryder haldi áfram sem þjálfari. Miðvörðurinn reyndi Karl Brynjar Björnsson gæti verið á förum en hann er samningslaus.

HK: Í Kópavogi vonast menn til að halda Jóhannesi Karli sem þjálfara eftir gott sumar. Grétar Snær Gunnarsson og Viktor Helgi Benediktsson stóðu sig vel á láni frá FH og HK vill halda þeim.

Leiknir R.: Kristófer Sigurgeirsson verður áfram þjálfari Leiknis og litlar breytingar eru fyrirsjáanlegar á leikmannahópnum.

Þór: Þórsarar vonast til að halda Atla Sigurjónssyni sem kom aftur á heimaslóðir í júlí. Gunnar Örvar Stefánsson er samningslaus og gæti farið. Ármann Pétur Ævarsson og Jóhann Helgi Hannesson eru einnig samningslausir og ekki er ljóst með framtíð þeirra. Sæþór Olgeirsson, framherji Völsungs og markahæsti leikmaðurinn í 2. deild, er á óskalista Þórs sem og spænski framherjinn Gonzalo Zamorano Leon en hann skoraði sextán mörk í sumar.

Haukar: Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Stjörnunnar, hefur verið orðaður við Hauka sem og Gunnar Örvar Stefánsson, framherji Þórs.

Selfoss: Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson og miðvörðurinn reyndi Andy Pew gætu verið á förum. Þá er ólíklegt að skoski framherjinn Leighton McIntosh verði áfram en hann kom til Selfyssinga í júlí.

Fram: Króatíski framherjinn Ivan Bubalo er líklega á förum sem og færeyski miðjumaðurinn Högni Madsen. Brynjar Kristmundsson er einnig samningslaus og á förum en hann gæti lagt skóna á hilluna.

ÍR: Þjálfarastaðan er laus hjá ÍR. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við hana eru Veigar Páll Gunnarsson, Páll Einarsson og Brynjar Þór Gestsson þjálfari Þróttar í Vogum. Framherjinn Hilmar Þór Kárason er mögulega á förum.

Njarðvík: Óvíst er hvort erlendu leikmennirnir Kenneth Hogg og Neil Slooves verði áfram.

Magni: Ármann Pétur Ævarsson, leikmaður Þórs, er orðaður við Magna þá jafnvel sem aðstoðarþjálfari. Callum Williams varnarmaður KA er á óskalistanum sem og Alexander Már Þorláksson framherji Kára. Magni gæti reynt að fá Jóhann Helga Hannesson ef hann fer frá Þór. Miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson gæti einnig komið á láni frá KA.

2. deild karla

Leiknir F.: Líklegt er að fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson rói á önnur mið. Ekki er ljóst hvort Viðar Jónsson verði áfram þjálfari Fáskrúðsfirðinga sem féllu niður í 2. deild á dögunum.

Grótta: Þórhallur Dan Jóhannsson verður líklega ekki áfram þjálfari Gróttu. Óskar Hrafn Þorvaldsson er sterklega orðaður við starfið en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Gróttu undafnarin ár.

Afturelding: Úlfur Arnar Jökulsson er hættur sem þjálfari Aftureldingar eftir að hafa stýrt liðinu undanfarin þrjú tímabil. Arnar Hallsson tekur við af honum en hann stýrði síðast yngri flokkum hjá HK.

Huginn: Varnarmaðurinn Stefan Spasic sleit krossband á dögunum og spilar líklega ekkert næsta sumar. Líklegt er að króatíski sóknarmaðurinn Teo Kardum fari.

Höttur: Nenad Zivanovic verður líklega áfram þjálfari. Allt bendir til þess að varnarmaðurinn Petar Mudresa og markvörðurinn Aleksandar Marinkovic verði áfram hjá Hetti.

3. deild karla

Ægir: Í Þorlákshöfn stendur leit yfir að nýjum þjálfara. Jón Aðalsteinn Kristjánsson er orðaður við stöðuna en hann stýrði Reyni Sandgerði síðari hluta sumars.

Pepsi-deild kvenna

ÍBV: Cloe Lacasse líður vel á Íslandi og íhugar að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt. Lacasse hefur verið einn allra besti leikmaðurinn í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner