mán 25. september 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
U21 hópurinn kynntur - Helmingur spilar á Íslandi
Klafs gegn Albönum.
Klafs gegn Albönum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson er búinn að velja U21 árs landsliðshópinn sem mætir Slóvakíu og Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019.

Ísland er aðeins búið að spila einn leik í riðlinum og tapaðist hann 3-2, á heimavelli gegn Albaníu.

Auk Slóvakíu og Albaníu eru Norður-Írland, Spánn og Eistland í íslenska riðlinum.

Íslenska hópinn má sjá hér fyrir neðan, en af þeim 20 sem voru valdir leika 10 á Íslandi og 10 erlendis.

Marinó Axel Helgason frá Grindavík er nýliði í hópnum en auk hans hafa Mikael Neville Anderson og Hlynur Örn Hlöðversson aldrei komið við sögu fyrir U21 árs liðið.

Markverðir:
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Hlynur Örn Hlöðversson (Fram)

Aðrir leikmenn:
Albert Guðmundsson (PSV)
Alfons Sampsted (Norrköping)
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Axel Óskar Andrésson (Reading)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Viktor Karl Einarsson (AZ Alkmaar)
Jón Dagur Þorsteinsson (Fulham)
Júlíus Magnússon (Heerenveen)
Samúel Kári Friðjónsson (Vålerenga)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Ari Leifsson (Fylkir)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Mikael Neville Anderson (Vendsyssel)
Athugasemdir
banner
banner