Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. september 2018 09:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Aron og Heimir ekki sammála um besta leikmann ársins
Aron og Heimir kusu um besta leikmann ársins fyrir hönd Íslands.
Aron og Heimir kusu um besta leikmann ársins fyrir hönd Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson voru fulltrúar Íslands að þessu sinni í kosningum um besta leikmann ársins.

Þeir félagar voru ekki sammála um hver skyldi verða valinn besti leikmaður ársins en Aron Einar setti Luka Modric í fyrsta sæti hjá sér en Modric stóð einmitt uppi sem sigurvegari. Heimir ákvað hinsvegar að setja Mohamed Salah í fyrsta sæti hjá sér.

Cristiano Ronaldo var síðan í öðru sæti hjá Aroni og Raphael Varane í því þriðja. Heimir ákvað að hafa Modric í öðru sæti og skellti Kevin De Bruyne sem þeim þriðja.

Valið hjá Aroni Einari Gunnarssyni:
1. Luka Modric
2. Cristiano Ronaldo
3. Raphael Varane

Valið hjá Heimi Hallgrímssyni:
1. Mohamed Salah
2. Luka Modric
3. Kevin De Bruyne



Athugasemdir
banner
banner