banner
   þri 25. september 2018 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Deildabikarinn: Derby skellti Manchester United
Harry Wilson dreifði kossum að áhorfendum á Old Trafford
Harry Wilson dreifði kossum að áhorfendum á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap í vítakeppni gegn Derby County í kvöld en leikurinn fór fram á Old Trafford. Þetta er annað árið í röð sem United tapar fyrir B-deildarliði í keppninni.

United-menn byrjuðu af krafti en Juan Mata skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir laglega sókn. Í þeim síðari mættu Derby menn öflugir og kom jöfnunarmarkið á 59. mínútu.

Harry Wilson skoraði þá truflað mark úr aukaspyrnu en hann er á láni frá erkifjendum United í Liverpool. Nokkrum mínútum síðar fékk argentínski markvörðurinn Sergio Romero að líta rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn utan teigs.

Þriðji markvörður United, Lee Grant, kom þá inná en hann samdi við félagið í sumar. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir annað mark Derby en það gerði Jack Marriott. Marouane Fellaini var skipt inná undir lokin og tókst honum að jafna metin í uppbótartíma.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og leikurinn því í vítakeppni. Vítin voru flest örugg eða þangað til Phil Jones steig á punktinn. Scott Carson sá við honum og Derby því áfram.

Lokatölur 2-1 fyrir Derby sem fer áfram í næstu umferð. Þá tókst Crystal Palace að vinna WBA 3-0.

Úrslit og markaskorarar:

West Brom 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Andros Townsend ('7 )
0-2 Patrick van Aanholt ('76 )
0-3 Andros Townsend ('81 )

Manchester Utd 2 - 2 Derby County (8-7 eftir vítakeppni)
1-0 Juan Mata ('4 )
1-1 Harry Wilson ('60 )
1-2 Jack Marriott ('85 )
2-2 Marouane Fellaini ('90 )
Rautt spjald:Sergio Romero, Manchester Utd ('67)

Wolves 0 - 0 Leicester City (1-3 eftir vítakeppni)

Preston NE 2 - 2 Middlesbrough (3-4 eftir vítakeppni)
1-0 Callum Robinson ('28 )
1-1 Ashley Fletcher ('35 )
2-1 Tom Barkhuizen ('66 )
2-2 Marcus Tavernier ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner