Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Didier Ndong rekinn frá Sunderland
Ndong er í vondum málum eftir hegðun sína.
Ndong er í vondum málum eftir hegðun sína.
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur látið Didier Ndong vita að félagið muni rifta samningi við leikmanninn og segja hann hafa horfið í kjölfar þess að félagið féll úr Championship deildinni í vor.

Félagið hefur einnig gefið til kynna að það sé reiðubúið að fara með málið fyrir rétt til þess að tryggja að þeir fái kaupverð leikmannsins endurgreitt, gangi hann til liðs við annað félag.

Sunderland gaf frá sér yfirlýsingu þar sem það tilkynnti um áætlanir sínar. Þar sagði félagið meðal annars að leikmaðurinn sem er samningsbundinn Sunderland til 2021 hafi ekki komið til móts við liðið í júlí er undirbúningstímabilið hófst.

Telur félagið engar útskýringar hafa verið gefnar fyrir brotthvarfi leikmannsins og því hafi leikmaðurinn brotið skilyrði í samning sínum. Ndong sem er 24 ára gamall gekk til liðs við Sunderland frá Lorient í ágúst 2016.

Hann var á láni hjá Watford seinni hluta síðasta tímabils á meðan Sunderland féll enn eitt árið. Sunderland greip til svipaðra aðgerða gegn Papy Djilobodji fyrr í þessum mánuði er hann mætti loksins aftur til æfinga. Honum er vikið frá félaginu á forsendum þess að hann sé ekki í nægilega góðu formi og standist ekki kröfur félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner