Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. september 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Dyche: Hart tilbúinn fyrir England ef hann er valinn
Hart hefur staðið sig vel í upphafi tímabils.
Hart hefur staðið sig vel í upphafi tímabils.
Mynd: Getty Images
Framtíð Joe Hart með enska landsliðinu er óljóst eftir að hann var ekki valinn í hóp fyrir heimsmeistaramótið í sumar en Sean Dyche, stjóri Burnley hefur trú á því að Hart sé í þannig formi að hann eigi skilið að vera kallaður aftur í hópinn.

Hart hefur átt tvö erfið tímabil og verið mikið á flakki en gekk loks til liðs við Burnley á tveggja ára samningi í ágúst og hefur byrjað alla sex úrvalsdeildarleiki félagsins á þessu tímabili.

Ég veit ekki hvort að kallið komi en ef það gerist held ég að hann sé tilbúinn, ef þess þarf. Ég held að Gareth sé að horfa til framtíðar og á leikmennina sem eru að koma fram á sjónarsviðið, ” sagði Dyche.

En hann þarf líka að vera vakandi fyrir því að það er gott að hafa reynslu í hópnum, það hjálpar sumum ungum leikmönnum að slá í gegn. Ég treysti Gareth til þess að gera það sem hann þarf að gera.”
Athugasemdir
banner
banner