Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
England í dag - Eitt Íslendingalið á ferðinni í Carabao bikarnum
Það kemur ekkert nema sigur til greina fyrir Mourinho eftir jafnteflið um helgina.
Það kemur ekkert nema sigur til greina fyrir Mourinho eftir jafnteflið um helgina.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð Carabao bikarins hefst í dag með tíu leikjum þar sem eitt Íslendingalið á leik en auk þess eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá.

Nokkur úrvalsdeildarlið verða á ferðinni í kvöld, Jóhann Berg og félagar í Burnley eiga útileik gegn Burton sem leikur í League 1. Meistarar síðasta árs, Manchester City fer í heimsókn til Oxford.

Úrvalsdeildarfélögin Wolves og Leicester mætast á Molineux vellinum og Manchester United fær Frank Lampard og félaga í Derby County í heimsókn.

Að lokum má nefna að Bournemouth og Blackburn eigast við og þá á WBA heimaleik gegn Crystal Palace en allar viðureignir dagsins má sjá hér að neðan.

þriðjudagur 25. september
18:45 Blackpool - Queens Park Rangers
18:45 Bournemouth -Blackburn Rovers
18:45 Burton Albion - Burnley
18:45 Millwall - Fulham
18:45 Oxford United - Manchester City (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Preston North End - Middlesbrough
18:45 Wolverhampton Wanderers - Leicester City
18:45 Wycombe Wanderers - Norwich City
19:00 Manchester United - Derby County (Stöð 2 Sport)
19:00 West Bromwich Albion - Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner