Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. september 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
FC Sækó besta grasrótaverkefni UEFA 2018
Mynd: KSÍ
FC Sækó fékk verðlaun frá evrópska knattspyrnusambandinu fyrir að vera besta grasrótarverkefnið í ár.

FC Sækó var stofnað fyrir sjö árum og er sjálfstætt íþróttafélag fyrir fólk sem glímir við andleg veikindi. Starfsemin er samstarf á milli Hlutverkaseturs, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Landspítalans Háskólasjúkrahúss.

UEFA segir FC Sækó vera sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með geðheilsuvandamál enda hefur hreyfing mikilvæg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks.

FC Sækó kemur fólki saman og snýst mikið um samheldni, félagsskap og liðsanda, sem eru mikilvægustu þættir knattspyrnunnar.

„Félagið vinnur frábært samfélagslegt starf með því að gefa fólki frábært tækifæri til að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með því að deila gleði knattspyrnunnar,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA, samkvæmt vefsíðu KSÍ.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner