þri 25. september 2018 16:35
Magnús Már Einarsson
Formaður KA um þjálfaramál: Fullviss um að það verði góður maður
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er ekkert klárt, langt því frá," sagði Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í þjálfarmál félagsins.

Srdjan Tufegdzic mun hætta sem þjálfari KA eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í þrjú ár.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, hefur mest verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá KA. Hafa KA-menn rætt við hann?

„Er ekki best að segja sem minnst? Ég er búinn að heyra margt og lesa margt sem er mjög skemmtilegt. Það er alltaf gaman þegar maður les fréttir og maður veit hvernig þetta er í raun og veru. Það kemur bara í ljós eftir tímabil hver verður þjálfari KA og ég er fullviss um að það verði góður maður."

Aleksandar Trninic, Elfar Árni Aðalsteinsson, Guðmann Þórisson, Milan Joksimovic, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Archange Nkumu og Vladimir Tufegdzic eru allir samningslausir eftir tímabilið. Hjörvar segir ekkert ljóst með framhaldið hjá þeim.

„Það er ekki undir stjórninni komið. Það er undir þjálfaranum komið, hvaða leikmenn hann vill hafa og svo undir leikmönnunum sjálfum, hvort þeir vilji halda áfram. Þjálfaramálin eru í vinnslu og öll leikmannamál eru á hold. Það er undir verðandi þjálfara komið hvaða leikmönnum hann vill halda og svo í framhaldinu hvað varðar nýja leikmenn," sagði Hjörvar.

KA mætir Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardag en liðið er í sjötta sæti fyrir umferðina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner