Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. september 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ian Wright: Utd gæti selt Sanchez ef hann bætir sig ekki
Það hefur lítið gengið upp hjá Sanchez síðan hann kom til United.
Það hefur lítið gengið upp hjá Sanchez síðan hann kom til United.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Alexis Sanchez geti verið seldur frá Manchester United í lok tímabilsins ef hann bætir sig ekki samkvæmt Ian Wrigt, fyrrum framherja Arsenal.

Talið er að Sanchez sé að þéna um 391 þúsund pund á viku en hefur ekki enn komist í það form sem hann var í hjá Arsenal áður en hann gekk til liðs við United í janúar.

Ef ég væri viðskiptamaður myndi ég sjá hvernig restin af tímabilinu fer og skoða svo hvort hægt sé að losna við hann. Það er út af laununum sem hann er með,” sagði Wright.

Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 23 leikjum fyrir félagið og er Wright viss um það að enginn sé tilbúinn að borga honum launin sem hann er með, miðað við spilamennsku hans undanfarið.

Ef United hefði borgað fyrir hann hefðu þeir hugsað, hvernig fáum við það til baka? Sanchez verður að taka á sig launalækkun ef hann gengur til liðs við annað félag. Enginn mun borga fyrir hann vegna launanna sem hann er á,” sagði Wright.

Þá segir Wright að hann eigi ekki skilið að vera í liðinu þegar þú ert með leikmenn eins og Martial og Marcus Rashford að bíða eftir því að spila.
Athugasemdir
banner
banner