Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. september 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ítalía í dag - Inter og Fiorentina mætast í stórleik
Inter þarf á Icardi að halda í kvöld.
Inter þarf á Icardi að halda í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er spennandi leikur á dagskrá á Ítalíu í dag þegar stórlið Inter Milan tekur á móti Fiorentina.

Inter Milan hefur ekki byrjað tímabilið á Ítalíu nægilega vel og gerði jafntefli gegn Torino um helgina. Þeir eru nú heilum átta stigum á eftir toppliði Juventus og má alls ekki því að misstíga sig frekar, ætli þeir sér að vera í toppbaráttunni í ár.

Fiorentina hefur aftur á móti með ágætum og er þessa stundina í þriðja sæti deildarinnar. Það er því ljóst að um hörkuviðureign verður að ræða í kvöld á milli liðanna en heimaliðið mun þurfa á öllum þremur punktunum að halda.

þriðjudagur 25. september
19:00 Inter - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)

Athugasemdir
banner
banner